Tillaga að deiliskipulagi íbúðarhúsa við Miðholt á Þórshöfn

Á heimasíðu Langanesbyggðar er auglýst tillaga að deiliskipulagi:

- Íbúðarhús við Miðholt á Þórshöfn, Langanesbyggð -

Tillaga að deiliskipulagi íbúðarhúsa við Miðholt á Þórshöfn auglýsist hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofum Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn kl. 9:00-15:00 alla virka daga og í Skólagötu 5 á Bakkafirði frá kl. 10:00 til 14:00 alla virka daga frá 2. nóvember 2010 til 14. desember 2010.

Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist sveitarstjóra Langanesbyggðar eigi síðar en kl. 16.00 þriðjudaginn 14. desember 2010.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnar- og miðsvæðis á Vopnafirði

Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 7. október 2010 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi hafnar- og miðsvæðis á Vopnafirði samkvæmt 2. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.

Breytingin felur í sér skilgreiningu nýs byggingarreits við Hafnarbyggð 14 sem ætlað er fyrir hrognaþurrkun.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15, frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga frá fimmtudeginum 14. október 2010 til fimmtudagsins 25. nóvember 2010.

Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps eigi síðar en kl. 16:00 fimmtudaginn 25. nóvember 2010.

Héðinsfjarðargöng voru vígð laugardaginn 2. október við hátíðlega athöfn. Teikn sá um hönnun á áningarstöðum og skiltum bæði í Héðinsfirði og Siglufirði fyrir Vegagerðina. Sett voru upp fjögur lágskilti í Héðinsfirði sem fjalla um sögu byggðar, flugslysið í Héðinsfirði, gönguleiðaskilti og fugla. Á áningarstaðnum í Siglufirði var sett upp eitt lágskilti sem fjallar um síldarárin og stórt svæðaskilti sem sýnir kort af bænum og sveitarfélaginu.

  • Skilti í Héðinsfirði
  • Skilti af flugslysinu í  Héðinsfirði
Aðalskipulag Langanesbyggðar

Teikn - ráðgjöf og hönnun hefur unnið tillögu að Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 sem fór í auglýsingu 7. október sl.

Á heimasíðu Langanesbyggðar kemur fram:

Sveitarstjórn Langanesbyggðar auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 ásamt umhverfisskýrslu skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Tillagan sem nær til alls sveitarfélagsins er sett fram í aðalskipulagsgreinargerð með umhverfisskýrslu, þéttbýlisuppdrætti fyrir Þórshöfn í mælikvarða 1:10.000, þéttbýlisuppdrætti fyrir Bakkafjörð í mælikvarða 1:5.000 og sveitarfélagsuppdrætti í mælikvarða 1:50.000.

Sundlaugin á Blönduósi

Teikn - ráðgjöf og hönnun hefur unnið að umhverfisfrágangi í kringum nýja sundlaug og íþróttahús á Blönduósi.

Sundlaugin var opnuð þann 16. júní sl. og var sótt af 250 gestum fyrsta daginn. Gestir voru ánægðir með svæðið og nutu rennibrautirnar sérstakra vinsælda.

Heimasíða íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi

Aðalskipulag Fjallabyggðar

Teikn - ráðgjöf og hönnun hefur unnið tillögu að Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 sem fór í auglýsingu 23. júní sl.

Á heimasíðu Fjallabyggðar kemur fram:
Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að nýju aðalskipulagi Fjallabyggðar2008 – 2028  samkv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar, Gránugötu 24,  Siglufirði,  Ólafsvegi 4, Ólafsfirði og Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík   frá og með miðvikudeginum 23. júní 2010  til og með miðvikudagsins 21. júlí 2010.