- Details
Í síðustu viku, þann 10. október, var auglýst deiliskipulagstillaga á akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal ofan við Akureyri. Teikn á lofti hefur séð um skipulagsvinnuna og má sjá tillöguna á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarbæjar með því að smella hér.
- Details
Teikn á lofti hefur unnið deiliskipulagstillögu að hafnarsvæðinu á Þórshöfn fyrir Langanesbyggð. Tillagan er nú í kynningarferli sem mun ljúka 2. nóvember n.k. Að því loknu mun sveitarstjórn fara yfir athugasemdir.
Hægt er að skoða skipulagstillöguna á heimasíðu Langanesbyggðar með því að smella hér.
- Details
Á síðustu vikum hafa þrír einstaklingar hafið störf hjá Teikn á lofti. Þau eru Helgi Einarsson landslagsarkitektanemi, Trausti Dagsson forritari og Esther Audorf tækniteiknari.
Við bjóðum þau velkomin til starfa.
- Details
Áningarstaðurinn á Tjörnesi sem Halldór Jóhannsson hannaði fyrir Vegagerðina hlaut viðurkenningu ásamt allri framkvæmdinni á Norðausturvegi (85) á Tjörnesi. Sérstök dómnefnd hjá Vegagerðinni valdi þetta verk og hlaut það viðurkenningar Vegagerðarinnar fyrir gerð og frágang mannvirkja.
Viðurkenningarskjöl voru afhent á Akureyri 26. október. Fanney Ingvadóttir tók á mótum blómum fyrir hönd Teikn á lofti.
Þessi viðurkenning hefur einu sinni áður verið veitt og var það fyrir mannvirki sem lokið var við á árunum 1999-2003. Þá var það Vatnaleið sem var valin.
Frá vinstri talið: Birgir Guðmundsson, Fanney Ingvadóttir, Guðmundur Heiðreksson, Sigurður Oddsson, Hermann Sigurðsson, Loftur Árnason og Ingólfur Jóhannsson.
- Details
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra opnaði formlega Norðurslóðagátt (www.arcticportal.org) hannaða af Teikn á ráðherrafundi Norðurheimskautaráðsins í Salekhard í Norður-Rússlandi í dag 26. október. Halldór Jóhannson framkvæmdastjóri Teikn á lofti og hvatamaður að gáttinni er staddur í Salekhard til að kynna verkefnið.
- Details
Sveitarfélögin eru Vík, Hvolsvöllur og Kirkjubæjarklaustur. Á skiltunum er kort af bæjunum, gönguleiðir, texti um sveitarfélögin, ljósmyndir og þjónustuupplýsingar. Hægt er að skoða skiltin fyrir Hvolsvöll og Vík undir linknum Verkefni / Skiltahönnun. Sjá dæmi: Hvolsvöllur og Vík