Einkagarðar

Teikn á lofti tekur að sér hönnun einkalóða. Sumir þeirra garða sem fyrirtækið hefur hannað hafa unnið til verðlauna.

Landslagshönnun á Seyðisfirði.

Ráðhúsið á Dalvík

Teikn á lofti tók að sér hönnun umhverfis Ráðhúsið á Dalvík.

Hlíð - Austurbyggð

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð er staðsett í Álfabyggð á Akureyri og búa þar um 130 vistmenn. Nýjasta viðbygging húsnæðisins var tekin í notkun í lok árs 2006. Samhliða því var umhverfi bygginganna hannað og frágengið í umsjón Teikn á lofti. Hönnunin og allur frágangur er unnin með þarfir vistmanna og aðgengi hreyfihamlaðra í huga. Gott skjól er í bakgarðinum og nýtur sólar þar stóran hluta dags. Púttvöllur og tjörn með fossi skapa lifandi og heilnæmt umhverfi þar sem vistmenn geta komist í snertingu við vatn, gróður og fuglalíf.

Sundlaugin á Blönduósi

Ný sundlaug hefur verið byggð á Blönduósi og sá Teikn á lofti um frágang umhverfis hennar. Aðkoma að svæðinu er gróðursæl og lifandi með þriggja hæða fossaröð auk dvalarsvæðis. Aðgengi að bílastæðum og aðliggjandi byggingum hefur verið leyst með upplýstum göngustígum og runnabeðum til yndisauka.