Þórshafnarhreppur

Með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og samþykktar hreppsnefndar Þórshafnarhrepps 2. febrúar 2005 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi lóða nr. 1-8 við Stórholt og 1-6 við Háholt á Þórshöfn, Þórshafnarhreppi.
Lóðirnar sem um ræðir eru á „athafnasvæði“, samkvæmt aðalskipulagi, rúmlega 3 ha. að stærð og afmarkast af Langanesvegi í vestri og Langholti í suðri.
Skipulagstillagan, ásamt greinargerð, verður til sýnis á skrifstofu Þórshafnarhrepps að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn frá og með miðvikudeginum 16. febrúar 2005 til miðvikudagsins 16. mars 2005.
Þeir sem hafa athugasemdir fram að færa við framangreinda skipulagstillögu skulu skila þeim skriflega til skrifstofu Þórshafnarhrepps að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn, eigi síðar en 30. mars 2005.
Hægt hefur verið að nálgast tillöguna á heimasíðu Þórshafnarhrepps – http://www.thorshofn.is – frá og með 16. febrúar 2005.
Skipulagið hefur verið staðfest.
Verkkaupi: Þórshafnarhreppur