Útivistarsvæðin sem um ræðir eru Glerárdalur, Krossanes og Óshólmar. Skiltin eru komin upp og sóma sér vel í umhverfinu. Þau sýna gönguleiðir á svæðunum ásamt ljósmyndum og helstu upplýsingum um svæðin, gróður og dýralíf. Hægt er að skoða skiltin nánar undir linknum Verkefni/skiltahönnun.

  • Glerárdalur skilti
  • Krossanes skilti
  • Óshólmar Eyjafjarðarár skilti