Deiliskipulag Hafnar- og miðsvæðis á Vopnafirði.
Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 14. maí 2008 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi hafnar- og miðsvæðis á Vopnafirði samkvæmt. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.
Skipulagssvæðið nær um mestan hluta hafnar- og miðsvæðisins á Vopnafirði. Gert er ráð fyrir 8 byggingarreitum fyrir hafnsækna starfssemi.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15, frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga frá 19. maí 2008 til 30. júní 2008.
Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps eigi síðar en kl. 16.00 mánudaginn 30. júní 2008.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Hægt er að skoða greinargerð og deiliskipulagsuppdrátt í tenglunum hér að neðan.