Hreppsnefnd Vopnafjarðarhepps samþykkti á fundi sínum 2. október 2008 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi hafnar- og miðsvæðis á Vopnafirði samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.
Skipulagssvæðið nær um mestan hluta hafnar-og miðsvæðisins á Vopnafirði.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðarhepps, Hamrahlíð 15, frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga frá fimmtudeginum 9. október 2008 til fimmtudagsins 20. nóvember 2008.