-Nr. 323/2011 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulag frístundabyggðar og verslunar- og þjónustusvæðis að Hlíðarenda, 1. áfangi-

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 15. mars 2011, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulag fyrir frístundabyggð og verslunar- og þjónustusvæði að Hlíðarenda, 1. áfanga.
Deiliskipulagið nær til 4,8 ha svæðis norðan Hlíðarfjallsvegar, þar sem skilgreindar eru m.a. lóðir, byggingarreitir fyrir mótel, vélageymslu, þjónustuhús og frístundahús ásamt gatnakerfi. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 28. mars 2011,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála
B-deild - Útgáfud.: 28. mars 2011

  • Hlíðarendi mynd 1
  • Hlíðarendi mynd 2