Golfklúbbur Akureyrar - Deiliskipulag tillaga

Í vinnslu er deiliskipulag golfvallarins á Akureyri á vegum GA sem Teikn hefur unnið að ásamt golfvallahönnuðinum Edwin Roald.

Akstursíþróttasvæði á Glerárdal

Teikn á lofti vann deiliskipulag fyrir akstursíþrótta- og skotæfingasvæði við Glerárgil á Akureyri.
Skipulagið var samþykkt í júlí 2008.

Þórshafnarhreppur

Með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og samþykktar hreppsnefndar Þórshafnarhrepps 2. febrúar 2005 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi lóða nr. 1-8 við Stórholt og 1-6 við Háholt á Þórshöfn, Þórshafnarhreppi.
Lóðirnar sem um ræðir eru á „athafnasvæði“, samkvæmt aðalskipulagi, rúmlega 3 ha. að stærð og afmarkast af Langanesvegi í vestri og Langholti í suðri.
Skipulagstillagan, ásamt greinargerð, verður til sýnis á skrifstofu Þórshafnarhrepps að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn frá og með miðvikudeginum 16. febrúar 2005 til miðvikudagsins 16. mars 2005.
Þeir sem hafa athugasemdir fram að færa við framangreinda skipulagstillögu skulu skila þeim skriflega til skrifstofu Þórshafnarhrepps að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn, eigi síðar en 30. mars 2005.
Hægt hefur verið að nálgast tillöguna á heimasíðu Þórshafnarhrepps – http://www.thorshofn.is – frá og með 16. febrúar 2005.
Skipulagið hefur verið staðfest.
Verkkaupi: Þórshafnarhreppur

Aðalskipulag Siglufjarðar

Tillaga að aðalskipulagi Siglufjarðar 2003-2023 var auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum þ. 23.6 2004 í Lögbirtingarblaðinu.
Aðalskipulagið nær til alls sveitarfélagsins Siglufjarðar og er sett fram í greinargerð, þéttbýlisuppdrætti í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdrætti í mkv. 1:35.000.
Aðalskipulagið hefur nú verið staðfest af umhverfisráðherra.
Verkkaupi: Siglufjarðarkaupstaður
Hægt er að nálgast uppdrætti og greinargerð hér í gegnum kortavefumsjónarkerfið Inter-map.

Aðalskipulag Þórshafnarhrepps

Teikn á Lofti ehf. hefur lokið við hönnun aðalskipulags Þórshafnarhrepps. Aðalskipulagið var samþykkt af sveitarstjórn 5.5 2004 og hefur verið staðfest af Umhverfisráðherra. Tillagan nær til alls sveitarfélagsins og er sett fram í greinargerð, þéttbýlisuppdrætti í mkv. 1:5.000 og sveitarfélagsuppdrætti í mkv. 1:100.000.
"Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997 hefur umhverfisráðherra þann 7. júlí 2004 staðfest aðalskipulag Þórshafnar 2003-2023. Uppdrættir og greinargerðir hafa hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um. Sveitarstjórn Þórshafnar hefur samþykkt aðalskipulagsáætlunina og Skipulagsstofnun afgreitt hana til staðfestingar. Aðalskipulagið öðlast þegar gildi."
Verkkaupi: Þórshafnarhreppur

Deiliskipulag Óshólmar Eyjafjarðar

Teikn á Lofti ehf. hefur lokið við hönnun deiliskipulags Óshólma Eyjafjarðarárs.
Auglýsingarferli tillögunnar er lokið óg bíður það staðfestingar.
Verkkaupi: Akureyrarbær og Eyjafjarðarsveit
Hægt er að nálgast uppdrætti og greinargerð á pdf formi:
tillaga, núv. aðstæðurgreinargerð

Deiliskipulag Ólafsfjarðarbær

Deiliskipulagstillaga þessi byggir á aðalskipulagi Ólafsfjarðar 1990-2010 sem samþykkt var af bæjarstjórn Ólafsfjarðar 19. febrúar 1991, afgreitt af skipulagsstjórn til stjórnarráðsins til staðfestingar 17. apríl 1991 og staðfest af umhverfisráðuneyti 25. nóvember 1991.
Samkvæmt aðalskipulagi Ólafsfjarðar 1990-2010 er svæðið skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota, verslun/skrifstofur og hluti íbúðarbyggðar. 
Gert er ráð fyrir dýptkun lands og stækkunar Ólafsfjarðarvatns eins og uppdráttur sýnir.
Deiliskipulagstillagan er í auglýsingu.
Verkkaupi: Ólafsfjarðarbær
Hægt er að nálgast uppdrætti á pdf formi:
tillagaskýringarmyndbreyt. aðalskipulag