Ný heimasíða Teikn var opnuð í dag. Heimasíðan er unnin í Joomla kerfinu, hönnun og forritun gerð af starfsfólki okkar.

Vopnafjörður merki

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026, Efnistaka.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 20. mars 2009 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 ásamt umhverfisskýrslu og auglýsist hún hér með.  Tillagan er auglýst með vísan til 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.

Aðalskipulagsbreytingin miðar að aukinni efnistöku í Vesturárdal, Vopnafjarðarhreppi úr 28 aðskildum námum þar af 3 sem ætlaðar eru til framtíðarnýtingar.  Samanlagt flatarmál fyrirhugaðra efnistökusvæða er 30 ha að stærð.  Tilgangurinn er fyrirhuguð uppbygging nýrrar vegtengingar Vopnafjarðar við Hringveg.

Hreppsnefnd Vopnafjarðarhepps samþykkti á fundi sínum 2. október 2008 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi hafnar- og miðsvæðis á Vopnafirði samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.
Skipulagssvæðið nær um mestan hluta hafnar-og miðsvæðisins á Vopnafirði.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðarhepps, Hamrahlíð 15, frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga frá fimmtudeginum 9. október 2008 til fimmtudagsins 20. nóvember 2008.

Vopnafjörður merki

Auglýsing um Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2006-2026

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 ásamt umhverfisskýrslu skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Tillagan sem nær til alls sveitarfélagsins er sett fram í umhverfisskýrslu, aðalskipulagsgreinargerð, þéttbýlisuppdrætti í mælikvarða 1:10.000 og sveitarfélagsuppdrætti í mælikvarða 1:100.000.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15 frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga frá 11. júní 2008 til 23. júlí 2008.  Jafnframt er tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.

Vopnafjörður merki

Deiliskipulag Hafnar- og miðsvæðis á Vopnafirði.

Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 14. maí 2008 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi hafnar- og miðsvæðis á Vopnafirði samkvæmt. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.

Skipulagssvæðið nær um mestan hluta hafnar- og miðsvæðisins á Vopnafirði.  Gert er ráð fyrir 8 byggingarreitum fyrir hafnsækna starfssemi.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15, frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga frá 19. maí 2008 til 30. júní 2008.

Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps eigi síðar en kl. 16.00 mánudaginn 30. júní 2008.

Þann 22. október var auglýst tillaga að deiliskipulagi Þverár í Ólafsfirði, Fjallabyggð. Í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir frístundabyggð á svæðinu en það er u.þ.b. 30 ha. að lands.  Skipulagstillagan verður í auglýsingarferli til 3. desember. Hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna á heimasíðu Fjallabyggðar með því að smella hér