Forritari - Tölvunar- og / eða Kerfisfræðingur

Teikn - ráðgjöf og hönnun leitar eftir starfsmanni í mjög spennandi og krefjandi verkefni sem framundan eru, innanlands og utan. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir réttan einstakling. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

MENNTUNARKRÖFUR:

  • Háskólapróf eða sambærileg menntun á sviði tölvunar- eða kerfisfræði.

KRÖFUR UM REYNSLU:

  • Þekking á FLEX / FLASH nauðsynleg.
  • Þekking á PHP nauðsynleg.
  • Þekking á gagnagrunnum (MYSQL /  MSSQL ) nauðsynleg.

ÆSKILEGIR EIGINLEIKAR:

  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð færni í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku.
  • Færni í að starfa í hóp og stýra verkefnum.
  • Stundvísi og metnaður.
  • Reynsla af hugbúnaðarþróun og skjölun.
  • Þekking á Linux er kostur.
  • Þekking á sviði landupplýsinga er kostur.

STARFSSVIÐ:

  • þróun og forritun Inter-Map kortakerfisins.
  • Vefforritun.
  • Samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila.
  • Verkefnisstjórn.

Starfstöð fyrirtækisins er á Akureyri. Góð laun eru í boði fyrir réttan einstakling, í samræmi við menntun, reynslu og árangur. 
Frekari upplýsingar veitir Halldór ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) í síma 461 2800

Umsóknir ásamt CV sendist til:
Teikn - ráðgjöf og hönnun - Skipagata 12 - Pósthólf 170 - 602 Akureyri

Fyrirækið

Fyrirtækið

Teikn - ráðgjöf og hönnun er alhliða skipulags- arkitekta og hönnunarstofa. Meðal verkefna eru landslags-, mannvirkja-, skilta-, vefsíðuhönnun, gagnagrunnar, grafík- og skipulagsverkefni.

Þjónusta

Þjónusta

Teikn - ráðgjöf og hönnun hefur mikla reynslu á veflausnum ýmiskonar og höfum við meðal annars unnið vefverkefni fyrir Vegagerðina, Kirkjugarðasamband Íslands, Ólafsfjarðarbæ, Landsvirkjun og Þórshafnarhrepp.

Kort

Gagnvirkt kortakerfi

Teikn - ráðgjöf og hönnun er í fararbroddi á Íslandi við að hanna og þróa gagnagrunnstengdar kortalausnir á internetinu á auðveldan og aðgengilegan hátt.