Print
Aðalskipulag Siglufjarðar

Tillaga að aðalskipulagi Siglufjarðar 2003-2023 var auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum þ. 23.6 2004 í Lögbirtingarblaðinu.
Aðalskipulagið nær til alls sveitarfélagsins Siglufjarðar og er sett fram í greinargerð, þéttbýlisuppdrætti í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdrætti í mkv. 1:35.000.
Aðalskipulagið hefur nú verið staðfest af umhverfisráðherra.
Verkkaupi: Siglufjarðarkaupstaður
Hægt er að nálgast uppdrætti og greinargerð hér í gegnum kortavefumsjónarkerfið Inter-map.