Print
Hlíð - Austurbyggð

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð er staðsett í Álfabyggð á Akureyri og búa þar um 130 vistmenn. Nýjasta viðbygging húsnæðisins var tekin í notkun í lok árs 2006. Samhliða því var umhverfi bygginganna hannað og frágengið í umsjón Teikn á lofti. Hönnunin og allur frágangur er unnin með þarfir vistmanna og aðgengi hreyfihamlaðra í huga. Gott skjól er í bakgarðinum og nýtur sólar þar stóran hluta dags. Púttvöllur og tjörn með fossi skapa lifandi og heilnæmt umhverfi þar sem vistmenn geta komist í snertingu við vatn, gróður og fuglalíf.