Print
Vopnafjörður merki

Auglýsing um Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps 2006-2026

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 ásamt umhverfisskýrslu skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Tillagan sem nær til alls sveitarfélagsins er sett fram í umhverfisskýrslu, aðalskipulagsgreinargerð, þéttbýlisuppdrætti í mælikvarða 1:10.000 og sveitarfélagsuppdrætti í mælikvarða 1:100.000.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15 frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga frá 11. júní 2008 til 23. júlí 2008.  Jafnframt er tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.

Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps eigi síðar en kl. 16.00 miðvikudaginn 23. júlí 2008.

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

Sveitarstjóri Vopnfjarðarhrepps

Hægt er að skoða skipulagsgögnin í tenglum hér að neðan: