Print
Vopnafjörður merki

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026, Efnistaka.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 20. mars 2009 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 ásamt umhverfisskýrslu og auglýsist hún hér með.  Tillagan er auglýst með vísan til 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.

Aðalskipulagsbreytingin miðar að aukinni efnistöku í Vesturárdal, Vopnafjarðarhreppi úr 28 aðskildum námum þar af 3 sem ætlaðar eru til framtíðarnýtingar.  Samanlagt flatarmál fyrirhugaðra efnistökusvæða er 30 ha að stærð.  Tilgangurinn er fyrirhuguð uppbygging nýrrar vegtengingar Vopnafjarðar við Hringveg.

Skipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu verður til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15 frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga frá 3. apríl 2009 til 15. maí 2009.  Tillagan er einnig til sýnis í sýningarrými Skipulagsstofnunar að Laugavegi 166, Reykjavík.

Þeir sem vilja gera athugasemd við tillöguna skulu gera það með skriflegum hætti í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 föstudaginn 15. maí 2009.  Hægt er að skoða skipulagstillöguna á vefsíðunni www.vopnafjardarhreppur.is. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögu þessa innan tilskilins frests telst samþykkur henni.

Sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps

Hægt er að skoða skipulagsgögnin í viðhengjum hér að neðan: